Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 21:55 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru lykilmenn hjá Sjálfstæðisflokknum, saman í ríkisstjórn en ólíka sýn á framtíð flokksins. Vísir/Vilhelm Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira