Hiti og rafmagn á öllum húsum eftir krefjandi viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2024 21:31 Frá Grindavík í dag. Vísir/Arnar Slökkviliðsstjóri Grindavíkur segir síðustu viku hafa verið annasama og krefjandi á meðan unnið var að því að koma hita og rafmagni á öll hús bæjarins. Vinnu við það lauk í dag og segir hann líklega um að ræða eitt stærsta pípulagningaverkefni sem farið hefur verið í bæ hér á landi. Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44
Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28