Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 08:39 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“ Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“
Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira