Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:17 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, segir slúðrað um flutning á hvölum milli ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23