„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 13:44 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37