Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 13:04 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sem er einnig varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og íbúi í Grindavík var gestur á laugardagsfundi D-listan í Árborg í gær. Vísir „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira