Mennirnir á myndinni hafi ekkert með ummælin að gera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 12:16 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira