Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 22:43 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess. Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess.
Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40