Innlent

Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Reykjavíkurborg hefur sett mótmælendum meiri skorður í nýju leyfi. Nú mega mótmælendurnir aðeins vera með eitt tjald og þeir mega ekki gista í því.
Reykjavíkurborg hefur sett mótmælendum meiri skorður í nýju leyfi. Nú mega mótmælendurnir aðeins vera með eitt tjald og þeir mega ekki gista í því. Vísir/Steingrímur Dúi

Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því.

Fréttastofa ræddi við aðgerðasinna á Austurvelli um tjaldbúðirnar og strangara leyfi Reykjavíkurborgar.

Veistu hvers vegna þessi breyting er gerð?

„Nei, við höfum ekki fengið almennilegar skýringar varðandi það,“ sagði Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni.

Eruð þið sátt með þetta?

„Við erum tiltölulega sátt en höfum sent breytingartillögu á samkomulaginu til borgaryfirvalda og hún felst í raun í því að við megum vera með litlu tjöldin fyrir utan upp á aukinn sýnileika en við komum ekki til með að sofa í þeim,“ segir Askur.

Askur og Sunna standa vaktina í tjaldinu á Austurvelli ásamt fjölda Palestínumanna og annarra Íslendinga.Vísir/Steingrímur Dúi

Hvað hafið þið verið að gera hér á daginn til að stytta fólki stundir?

„Við erum aðallega að bjóða palestínsku fjölskyldurnar velkomnar og stuðningsmenn þeirra og við erum með kaffi og te og kökur. Bara að reyna að veita stuðning og góðan anda. Svo eru Íslendingarnir rosamikið í því líka að þrýsta á stjórnvöld,“ segir Sunna Axels, aðgerðarsinni.

Svo hafið þið verið að hengja fána í flíkur, er mikil eftirspurn eftir því?

„Það er búið að taka rosalega vel í það. Við bjóðum öllum að koma sem vilja með flíkur og þá getum við saumað ókeypis palestínska fánann á fyrir þau,“ segir Sunna.

Svo er eitthvað um að vera hjá ykkur eftir helgi?

„Á mánudaginn klukkan 14:30 þá munum við mótmæli fyrir utan Alþingi og þrýsta á fjölskyldusameininguna og að brottvísunum á Palestínufólki verði hætt,“ segir Askur en á mánudaginn kemur Alþingi saman.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×