Fótbolti

Sjáðu geggjað mark Bebe lengst utan af velli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bebe, sem er líklega þekktastur hér á landi fyrr misheppnaðan tíma sinn hjá Manchester United, skoraði sannkallað draumamark á Afríkumótinu í dag.
Bebe, sem er líklega þekktastur hér á landi fyrr misheppnaðan tíma sinn hjá Manchester United, skoraði sannkallað draumamark á Afríkumótinu í dag. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Bebe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skaut heldur betur upp kollinum á Afríkumótinu í fótbolta í dag.

Fyrrum portúgölsku nýlendurnar Grænhöfðaeyjar og Mósambík áttust við í B-riðli mótsins í dag, en Grænhöfaeyjar höfðu unnið óvæntan sigur gegn Gana í fyrsta leik.

Framherjinn Bebe, sem gekk illa að fóta sig hjá Manchester United á sínum tíma, tók þá ákvörðun að skjóta úr aukaspyrnu af um 45 metra færi eftir um hálftíma leik. Bylmingsskot hans reyndist markverði Mósambíkur erfitt fyrir og skoraði Bebe því þetta stórglæsilega mark sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Ótrúleg mörk á AFCON

Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Ryan Mendes forystu Grænhöfðaeyja, en síðasta glæsimark leiksins hafði ekki verið skorað.

Kevin Pina innsiglaði nefnilega 3-0 sigur Grænhöfðaeyja með þrumuskoti utan af velli, hreint ekki síðra en mark Bebe fyrr í leiknum.

Lokatölur því 3-0 og Grænhöfðaeyingar búnir að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit Afríkumótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×