„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af störfum sem formaður KSÍ eftir mánuð. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér. Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson. KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira