Reiðilestur Keane um mjúka United menn stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 11:30 Roy Keane vinnur sem sérfræðingur í sjónvarpi en nú er hann alveg kominn með nóg af ástandinu hjá sínu gamla félagi. Getty/Richard Sellers Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, stal fyrirsögnunum á baksíðum margra enskra blaða í morgun en hann hraunar þar yfir sitt gamla félag. Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira