Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:33 Síma- og netsamband gæti farið fram í gegn um gervihnetti ef Ísland tekur þátt í verkefninu. NASA Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel. Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira