Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2024 19:21 Frá fundi breiðfylkingar félaga innan ASÍ og SA hjá ríkissáttasemjara hinn 3. janúar síðast liðinn.Í Stöð 2/Einar Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27
Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42