Fótbolti

Rassía hjá Fjár­mála­ráðu­neytinu vegna kaupanna á Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar lék með liði Paris Saint-Germain frá 2017 til 2023.
Neymar lék með liði Paris Saint-Germain frá 2017 til 2023. Getty/Visionhaus

Lögregla gerði skyndilega innrás hjá franska fjármálaráðuneytinu á mánudaginn vegna rannsóknar á félagsskipta Brasilíumannsins Neymars til Paris Saint-Germain árið 2017.

Þetta eru dýrustu kaup fótboltasögunnar en Paris Saint-Germain borgaði Barcelona fyrir hann 222 milljónir evra eða meira en 33 milljarða króna.

Fréttamiðlarnir AFP og Mediapart segjast hafa heimildir fyrir því að leit hafi farið fram hjá ráðuneytinu vegna gruns um það að PSG hafi fengi skattaívilnun vegna kaupanna.

Neymar spilaði með franska félaginu í sex ár en skipti yfir til Sádí-Arabíu síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×