Bein útsending: Jarðgöng – og hvað svo? Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Á fundinum verður fjallað um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig sé staðið að vöktun þeirra. Vísir/Vilhelm Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023. Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira