Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 14:03 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bregðast þurfi hratt við. HÍ/Vísir/Arnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. „Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03