Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 14:03 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bregðast þurfi hratt við. HÍ/Vísir/Arnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. „Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03