Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 14:34 Þrátt fyrir að vera kannski ekki jafn gamall og talið var er ljóst að Bobi var afar ljúfur og góður hundur. Getty/Luis Boza Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike. Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike.
Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52