Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Náttúruhamfarirnar í Grindavík verða eðlilega í forgrunni í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni.

Rætt verður við forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ríkisstjórnin hittist í morgun til að ræða viðbrögð við hamförunum og næstu skref í úrræðum fyrir Grindvíkinga. 

Þá verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um stöðuna á jarðhræringunum. 

Einnig verðum við á gosstöðvunum þar sem fréttamaður okkar tekur viðbragðsaðila tali. 

Í íþróttapakka dagsins verður fókusinn á handboltalandsliðinu okkar sem vann torsóttan sigur á liði Svartfellinga í gærkvöldi. Framundan er síðan úrslitaleikur við Ungverja um að komast í milliriðil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×