Innlent

Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt á­fram

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Hraunið skreið rosalega hægt áfram,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
„Hraunið skreið rosalega hægt áfram,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. RAX

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur.

„Það er mjög takmörkuð virkni,“ segir hún.

Aðspurð um hvort hægt sé vonast um að gos hætti í þeirri sprungu í nótt svarar Elísabet játandi. „Það er alveg von um það, en við vitum auðvitað ekki hvað gerist.“

Að sögn Elísabetar fylgjast sérfræðingar Veðurstofunnar með ástandinu í gegnum dróna. Þau nota hann aðallega til að skoða hverfið í Grindavík þar sem hraun rann í dag.

„Það er ekkert komið alveg að húsinu. Þetta er bara á lóðamörkunum þar.“

Þegar fréttastofa náði tali af Elísabetu var umræddur dróni ekki í loftinu, en hún lýsir því sem fyrir augu bar síðast þegar hann myndaði svæðið.

„Hraunið skreið rosalega hægt áfram. Þannig það er spurning hvort það stöðvist þarna eða haldi hægt áfram.“


Tengdar fréttir

Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið

Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum.

Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík

Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×