Innlent

Unnið að varnargörðunum fá­einum metrum frá hrauninu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Miðað við hraða hraunsins getur vinna ekki haldið áfram mikið lengur
Miðað við hraða hraunsins getur vinna ekki haldið áfram mikið lengur Vísir

Enn er vinna í gangi við varnargarðinn við Grindavíkurveg þrátt fyrir að hraunflæðið sé einungis örfáum metrum frá. Miðað við hraða hraunsins er ljóst að vinnuflokkurinn getur ekki unnið mikið lengur.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Það er vinna í gangi þarna við varnargarðinn við Grindavíkurveg en það styttist í að sá vinnuflokkur hverfi á brott,“ segir hann.

Hann staðfestir þó að ekki séu aðrir á svæðinu þar sem ljóst er að bráðum flæði hraun yfir Grindavíkurveg. Varnargarðurinn sem er þar er því eins og staðan gefur til kynna ekki ýkja hár.

Í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar er alvarleiki stöðunnar ljós. Þar kemur fram að framrás kvikugangsins hafi stöðvast en að hann hafi náð bæjarmörkum Grindavíkur og sé jafnvel kominn undir bæinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×