Fótbolti

Elías Már skoraði í endurkomusigri NAC Breda

Siggeir Ævarsson skrifar
Elías Már í leik með NAC
Elías Már í leik með NAC Vísir/Getty

Elías Már Ómarsson skoraði jöfnunarmark NAC Breda í dag þegar liðið sótti þrjú mikilvæg stig til Emmen í hollensku B-deildinni.

Heimamenn í Emmen komust í 2-0 í fyrri hálfleik en á 16 mínútna kafla skoraði NAC þrjú mörk. Elías Már skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu og fimm mínútum síðar tryggði Martin Koscelník gestunum öll þrjú stigin.

Elías virðist vera óðum að komast í sitt gamla form en hann var lengi frá vegna meiðsla í fyrra. Hann snéri aftur á völlinn í desember og skoraði í dag sitt fyrsta mark í fjórum leikjum á þessu tímabili.

Stigin þrjú voru mjög mikilvæg fyrir NAC sem er í harði baráttu um sæti í úrvalsdeild að ári. Liðið er eftir leikinn í 6. sæti, sem er umspilssæti, en Emmen í því 9. einu sæti frá umspili og tveimur stigum á eftir NAC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×