Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2024 12:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum hjá sér til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira