Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 20:01 Þau Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra voru jákvæð eftir fund með verkalýðsforustunni í Ráðherrabústaðnum. Þeir Vilhjálmur Birgisson formaður formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson voru meðal þeirra sem ræddu við fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Vísir/Hjalti Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01