Innlent

Hlé gert á leitinni í Grinda­vík í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki var hægt að tryggja öryggi björgunaraðila í nótt og því var ákveðið að gera hlé á aðgerðum.
Ekki var hægt að tryggja öryggi björgunaraðila í nótt og því var ákveðið að gera hlé á aðgerðum. Vísir

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var gert hlé á leitinni að manninum sem féll í sprungu í Grindavík sökum aðstæðna á slysstað. 

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þetta hafa verið ákveðið í ljósi þess að ástandið í sprungunni var metið ótryggt og því ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem þar voru við störf.

Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu sólarhringa og rignir enn sem gerir björgunarfólki afar erfitt fyrir. 

Úlfar segir að staðan verði endurmetin þegar birtir af degi.


Tengdar fréttir

„Það styttist í það eftir því sem lengur er unnið“

Enn er leitað að manni sem féll ofan í sprungu við framkvæmdir í Grindavík í gær. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að aðstæður við björgunarstarfið séu erfiðar.

Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×