Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 15:44 Björk á sviði á Coachella hátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45
Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27
Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30
Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05