Erró heiðursborgari Reykjavíkur 1. september 2012 17:05 Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira