Erró heiðursborgari Reykjavíkur 1. september 2012 17:05 Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira