Fluglitakóði færður á gulan lit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. janúar 2024 13:34 Grímsvötn gætu byrjað að gjósa með fljótlega. Vísir/RAX Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir hefur greint frá er hlaup hafið úr Grímsvötnum og segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að meiri líkur en minni séu á því að gos sé að hefjast. Stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að í morgun kl. 06:53 hafi mælst jarðskjálfti af stærð 4,3 í Grímsvötnum. Það sé stærsti skjálfti sem þar hefur mælst síðan mælingar hófust árið 1991. Síðustu daga hafi hægt vaxandi hlaupórói mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hafi vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. Jökulhlaup sé því hafið úr Grímsvötnum. Líklegt sé að jarðskjálftinn í morgun sé vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulhlaupsins. Ná ekki sambandi við GPS tæki Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021. „Ekki næst samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hér að neðan eru myndir úr vefmyndavél á brúnni yfir Gígjukvísl. Efri myndin er tekin að morgni 9. janúar og sjást sandeyrar ofan yfirborðs til hægri. Þær eru alveg horfnar undir vatn á síðari myndinni, sem tekin er fyrir hádegi 11. janúar. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands Búast ekki við áhrifum á mannvirki Þar segir að ef miðað sé við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki semsagt vegi og brýr. Kort af áætlaðri hlaupleið úr Grímsvötnum niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Veðurstofa Íslands „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ sagði Magnús Tumi, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í morgun um gos í Grímsvötnum. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir hefur greint frá er hlaup hafið úr Grímsvötnum og segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að meiri líkur en minni séu á því að gos sé að hefjast. Stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að í morgun kl. 06:53 hafi mælst jarðskjálfti af stærð 4,3 í Grímsvötnum. Það sé stærsti skjálfti sem þar hefur mælst síðan mælingar hófust árið 1991. Síðustu daga hafi hægt vaxandi hlaupórói mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hafi vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. Jökulhlaup sé því hafið úr Grímsvötnum. Líklegt sé að jarðskjálftinn í morgun sé vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulhlaupsins. Ná ekki sambandi við GPS tæki Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021. „Ekki næst samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hér að neðan eru myndir úr vefmyndavél á brúnni yfir Gígjukvísl. Efri myndin er tekin að morgni 9. janúar og sjást sandeyrar ofan yfirborðs til hægri. Þær eru alveg horfnar undir vatn á síðari myndinni, sem tekin er fyrir hádegi 11. janúar. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands Búast ekki við áhrifum á mannvirki Þar segir að ef miðað sé við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki semsagt vegi og brýr. Kort af áætlaðri hlaupleið úr Grímsvötnum niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Veðurstofa Íslands „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ sagði Magnús Tumi, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í morgun um gos í Grímsvötnum. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira