Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:49 Frá sprungunni í Grindavík. Steingrímur Dúí Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík. Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík.
Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira