Hafi reynt að fela dóp í stað þess að bjarga lífi konunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 23:29 Framburður mannsins er sagður hafa breyst verulega við rannsókn málsins. Vísir Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á síðasta ári, er talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Þetta er á meðal þess sem kemur fram úrskurðum málsins sem hafa verið birtir á vef Landsréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru úrskurðirnir níu talsins, sá elsti frá því í byrjun maímánaðar á þessu ári, og sá nýjasti frá byrjun desembermánaðar. Þar segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði mannsins hafi honum sjálfum verið andlát konunnar ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsókn málsins hófst. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga einstaklinga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskoti sönnunargagna málsins. Maðurinn er sagður hafa viðurkennt að hafa eytt og komið hjá gögnum sem lögregla telur hafa sönnunargildi. Hann hafi eytt stafrænum myndum, sagt upp áskriftum að gagnavörslusíðum og eytt forritum sem vörsluðu myndir. Síðan hafi hann komið undan stafrænni myndavél og bifreið, sem lögregla hefur þó fundið og lagt hald á. Þar að auki hafi hann fært til lík konunnar. Kyrking og kókaíneitrun dánarorsökin Maðurinn neitar sök. Í fyrstu skýrslutökum vildi hann meina að konan hefði látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafi komið að henni meðvitundarlausri á gólfi og líkami hennar þá verið orðinn stífur, á neðri hæð heimilis þeirra. Það hafi, að hans sögn, verðið um það bil tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því er haldið fram að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og að þau hafi bæði verið undir áhrifum fíkniefna, nánar tiltekið kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar, en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi að dauðanum. Kom fíkniefnum undan frekar en að reyna að veita lífsbjörg Í úrskurði frá því í júlí er vakin athygli á því að maðurinn hafi breytt framburði sínum. Til að byrja með hafi hann lýst atvikum þannig að hann hafi farið af heimili þeirra um morguninn 27. apríl og konan verið á lífi að honum vitandi. Sá framburður hafi breyst, og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um það bil tveimur klukkustundum síðar. Þar á eftir hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum á heimilinu undan og reynt að fela ummerki um neyslu, í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til þess að reyna að bjarga lífi konunnar. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið vettvang klukkan átta um morgun þessa dags og dvalið á heimili bróður síns. Um hádegisleytið hafi hann farið í tuttugu mínútna langan bíltúr með systur sinni. Svo virðist sem hann hafi farið aftur til bróður síns þangað til að bróðirinn kom og sótti hann um þrjúleytið, og skutlaði honum aftur á vettvang. Báðir í uppnámi Tveir menn voru handteknir á vettvangi þegar andlát konunnar kom í ljós. Annar þeirra er sá sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tveir fyrstu úrskurðir málsins varða gæsluvarðhald yfir þeim tveimur. Í þeim kemur fram að þeir hafi verið í nokkru uppnámi þegar lögreglu bar að garði. Í þessum fyrstu gæsluvarðhaldsúrskurðum kom fram að skýrslutökur af báðum mönnunum hefðu farið fram, en að þeim hafi ekki borið fyllilega saman um þau atvik sem lögregla teldi skipta máli. Sagður hafa gefið lögreglu rangar upplýsingar Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar. Jafnframt hafi hann verið tregur til að veita upplýsingar um rafræn gögn sem hefðu flýtt fyrir rannsókn málsins. Hann hafi til að mynda borið fyrir sig minnisleysi og sagst ekki muna aðgangsorð sín að raftækjum, en síðar munað þau. Lögreglan segist hafa reynt að kortleggja ferðir og samskipti þeirra sem málið varðar í aðdraganda handtöku mannsins. Við rannsókn málsins hefur verið leitað til breskra og bandarískra yfirvalda og þau beðin um aðstoð við rannsóknina. Líkt og áður segir eru úrskurðir málsins sem eru reifaðir hér að ofan níu talsins, en margir þeirra varða gæsluvarðhald á hendur manninum, og síðan farbann. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágústmánaðar og í desember úrskurðaði Landsréttur að hann yrði ekki lengur í farbanni. Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram úrskurðum málsins sem hafa verið birtir á vef Landsréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru úrskurðirnir níu talsins, sá elsti frá því í byrjun maímánaðar á þessu ári, og sá nýjasti frá byrjun desembermánaðar. Þar segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði mannsins hafi honum sjálfum verið andlát konunnar ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsókn málsins hófst. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga einstaklinga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskoti sönnunargagna málsins. Maðurinn er sagður hafa viðurkennt að hafa eytt og komið hjá gögnum sem lögregla telur hafa sönnunargildi. Hann hafi eytt stafrænum myndum, sagt upp áskriftum að gagnavörslusíðum og eytt forritum sem vörsluðu myndir. Síðan hafi hann komið undan stafrænni myndavél og bifreið, sem lögregla hefur þó fundið og lagt hald á. Þar að auki hafi hann fært til lík konunnar. Kyrking og kókaíneitrun dánarorsökin Maðurinn neitar sök. Í fyrstu skýrslutökum vildi hann meina að konan hefði látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafi komið að henni meðvitundarlausri á gólfi og líkami hennar þá verið orðinn stífur, á neðri hæð heimilis þeirra. Það hafi, að hans sögn, verðið um það bil tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því er haldið fram að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og að þau hafi bæði verið undir áhrifum fíkniefna, nánar tiltekið kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar, en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi að dauðanum. Kom fíkniefnum undan frekar en að reyna að veita lífsbjörg Í úrskurði frá því í júlí er vakin athygli á því að maðurinn hafi breytt framburði sínum. Til að byrja með hafi hann lýst atvikum þannig að hann hafi farið af heimili þeirra um morguninn 27. apríl og konan verið á lífi að honum vitandi. Sá framburður hafi breyst, og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um það bil tveimur klukkustundum síðar. Þar á eftir hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum á heimilinu undan og reynt að fela ummerki um neyslu, í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til þess að reyna að bjarga lífi konunnar. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið vettvang klukkan átta um morgun þessa dags og dvalið á heimili bróður síns. Um hádegisleytið hafi hann farið í tuttugu mínútna langan bíltúr með systur sinni. Svo virðist sem hann hafi farið aftur til bróður síns þangað til að bróðirinn kom og sótti hann um þrjúleytið, og skutlaði honum aftur á vettvang. Báðir í uppnámi Tveir menn voru handteknir á vettvangi þegar andlát konunnar kom í ljós. Annar þeirra er sá sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tveir fyrstu úrskurðir málsins varða gæsluvarðhald yfir þeim tveimur. Í þeim kemur fram að þeir hafi verið í nokkru uppnámi þegar lögreglu bar að garði. Í þessum fyrstu gæsluvarðhaldsúrskurðum kom fram að skýrslutökur af báðum mönnunum hefðu farið fram, en að þeim hafi ekki borið fyllilega saman um þau atvik sem lögregla teldi skipta máli. Sagður hafa gefið lögreglu rangar upplýsingar Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar. Jafnframt hafi hann verið tregur til að veita upplýsingar um rafræn gögn sem hefðu flýtt fyrir rannsókn málsins. Hann hafi til að mynda borið fyrir sig minnisleysi og sagst ekki muna aðgangsorð sín að raftækjum, en síðar munað þau. Lögreglan segist hafa reynt að kortleggja ferðir og samskipti þeirra sem málið varðar í aðdraganda handtöku mannsins. Við rannsókn málsins hefur verið leitað til breskra og bandarískra yfirvalda og þau beðin um aðstoð við rannsóknina. Líkt og áður segir eru úrskurðir málsins sem eru reifaðir hér að ofan níu talsins, en margir þeirra varða gæsluvarðhald á hendur manninum, og síðan farbann. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágústmánaðar og í desember úrskurðaði Landsréttur að hann yrði ekki lengur í farbanni.
Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent