Erlent

Verður yngsti for­sætis­ráð­herrann í sögu Frakk­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Gabriel Attal er fæddur í mars 1989 og hefur gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn frá árinu 2022
Gabriel Attal er fæddur í mars 1989 og hefur gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn frá árinu 2022 EPA

Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakklands og verður hann jafnframt sá yngsti til að gegna embættinu í sögunni. Hann hefur síðustu mánuði gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Macrons forseta.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hrókeringar í ríkisstjórn sinni í dag í þeirri von að blása nýju lífi í stjórn hans. Greint var frá því í gær að Élisabeth Borne hefði sagt af sér sem forsætisráðherra eftir um tuttugu mánuði í embætti.

Hinn 34 ára Attal er yngsti maðurinn til að gegna embættinu og er hann þremur árum yngri en Sósíalistinn Laurent Fabius sem Francois Mitterand, þáverandi forseti, skipaði árið 1984.

Það mun nú koma til kasta Attal að leiða ríkisstjórn Frakklands en framundan eru mikilvægar kosningar til Evrópuþingsins í júní.

Attal er fæddur í mars 1989 og hefur gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn frá árinu 2022, en áður hafði hann gegnt stöðu talsmanns ríkisstjórnarinnar.

Attal er samkynhneigður og er skráður í sambúð með Evrópuþingmanninum Stéphane Séjourné.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×