„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 07:30 Freyr Alexandersson, þjálfaði Lyngby við góðan orðstír og er þakklátur öllum hjá félaginu fyrir traustið nú þegar að hann hefur verið keyptur til belgíska liðsins KV Kortrijk Vísir/Getty Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“ Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“
Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki