„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 07:30 Freyr Alexandersson, þjálfaði Lyngby við góðan orðstír og er þakklátur öllum hjá félaginu fyrir traustið nú þegar að hann hefur verið keyptur til belgíska liðsins KV Kortrijk Vísir/Getty Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“ Danski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Sjá meira
Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“
Danski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Sjá meira