Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 09:59 Hin 17 ára Asil al-Masri ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í gær. Skjáskot Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira