Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 19:08 Fjöldi þeirra sem áttu von á tekjum í tengslum við hvalveiðar í sumar eru í Verkalýðsfélagi Akraness, þar sem Vilhjálmur Birgisson er forseti. Vísir/Einar Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20