„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 15:39 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Belgíski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.
Belgíski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira