„Gleymi aldrei því sem við upplifðum saman“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby. Getty/Jan Christensen Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson kveður sína gömlu vinnuveitendur hjá Lyngby, stuðningsmenn og alla sem að félaginu koma, í hjartnæmu myndbandi í dag. Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024 Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Sjá meira
Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Sjá meira
Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30
Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49