Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 13:30 Freyr Alexandersson á verðugt verkefni fyrir höndum í Belgíu. Getty/Jan Christensen Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira