Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 11:08 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir áttu fund með Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Jarðhræringar á Reykjanesskaga voru efst á baugi. Vísir/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“ Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“
Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42