Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 10:16 Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingar eru sammála um að skoða þurfi fyrirbyggjandi aðgerðir ef koma skyldi til eldgoss nær höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ármann sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær að skoða eigi að reisa eldgosavarnir í byggðum vestast í Hafnarfirði, það er að segja á Völlunum og við Hvaleyri. Sagði hann stóra skjálftann sem reið yfir í gær merki um að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. Fara eigi að skoða uppbyggingu eldgosavarna umsvifalaust. „Það er alltof mikil byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ sagði Ármann. Ummerki um að Krýsvíku, Trölladyngja og Eldvörpin séu að taka við sér „Við erum komin inn í eldgosatímabil og það er gott að vera viðbúin því að það geti gosið í raun og veru hvar sem er á Reykjanesskaganum, þó það gerist kannski ekki einn, tveir og þrír,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Skaginn er kominn í gang og við erum að sjá ummerki um það að hinar ýmsu gosreinar á Skaganum, eins og Krýsuvík, Trölladyngja og Eldvörpin og fleira, virðast vera farin að taka við sér. Það þýðir að við verðum að búa okkur undir atburði eins og gliðnun og eldgos. Ef Krýsuvíkurkerfið fer í fullan gang þá getum við fengið gos fyrir ofan Hafnarfjörð, við Helgafell og þar. Þá er mjög skynsamlegt að huga að því að þetta geti gerst.“ Inntur eftir því hvort eldgos á skaganum yrðu alltaf hraungos segir Þorvaldur söguna bera þess merki að slík gos séu algengust á skaganum. Gosin geti þó framleitt stærri hraunbreiður en hafi komið út úr eldgosum síðustu ára. Kerfisbundið hættumat á breiðum grundvelli Hann tekur undir með Ármanni kollega sínum að huga þurfi að verndun byggða í næsta nágrenni við þekkt eldfjöll. „Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fara í kerfisbundið hættumat og gera það á breiðum grundvelli,“ segir Þorvaldur og bætir við að til þess þyrfti alla sérfræðinga landsins á breiðu sviði „Við erum búin að gera ákveðið hættumat, hvar líklegustu staðirnir eru að geti gosið. Þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Svo hefur verið skoðað hver eru líklegustu rennslissvæði hrauna og hvaða áhrif það geti haft. Það þarf að gera á stærri skala fyrir Reykjanesið. Í flestum tilfellum er það ekki að fara að vera lífshættulegt heldur mun hafa áhrif á innviði.“ Þannig myndi til dæmis gos í Bláfjöllum hafa áhrif á skíðasvæðið, en ekki síst þjóðveg 1. „Það er um að gera að fara að skoða hvað við getum gert í fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er best að vera tilbúin og vita hvernig á að bregðast við og hvað er best viðbragðið. Það er skynsemi í því, því það er góð fjárfesting. Þá getum við dregið úr áhrifum þessara umbrota á okkar daglega líf eins mikið og kostur er.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 3. janúar 2024 21:36
Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 3. janúar 2024 18:59
Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. 3. janúar 2024 18:01