Innlent

Grímuskylda á Land­spítala á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Grímuskylda tekur í gildi á Landspítalanum klukkan átta í fyrramálið.
Grímuskylda tekur í gildi á Landspítalanum klukkan átta í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 

Grímuskyldan tekur gildi klukkan átta í fyrramálið og gildir í öllum samskiptum starfsmanna við sjúklinga. Sjúklingar á legudeild þurfa ekki að bera grímu en á göngudeild þurfa bæði sjúklingar og fylgdarfólk þeirra að bera grímu. Heimsóknargestir skulu ávallt vera með skurðstofugrímu á spítalanum. 

Ef það kemur upp Covid hópsýking á deild þarf starfsfólk að bera fínagnagrímu. 

„Heimsóknir verða takmarkaðar við uppgefna heimsóknartíma sem eru frá 16:30-19:30 virka daga og 14:30-19:30 um helgar. Mælst er til að aðeins einn gestur komi í einu og beri grímu ásamt því að hreinsa hendur við komu á spítalann,“ segir í tilkynningunni. 

Heimsóknir systkina á barnaspítalann eru einungis leyfðar í samráði við starfsfólk barnadeildar. Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá auglýstum heimsóknartíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×