Óvinsældir Bjarna sláandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 19:55 Eiríkur segir óvinsældir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra sláandi. Vísir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi. Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21