Jóhann Berg lagði upp í grátlegu tapi Burnley Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 17:06 Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley í dag og sést hér í baráttunni við Alex Moreno leikmann Aston Villa. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði naumlega gegn Aston Villa í dag. Úlfarnir unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeildinni. Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2 Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira