Innlent

Einn í biluðum báti og björgunar­sveitin á leiðinni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bátur mannsins er úti við Garðskagavita.
Bátur mannsins er úti við Garðskagavita. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út frá Garði, Sandgerði, og Reykjanesbæ vegna lítils báts sem er úti við Garðskagavita. Í bátnum er einn maður um borð.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Þegar fréttastofa náði af honum tali sagði hann stutt síðan að tilkynnt hafi verið um málið, en að björgunarsveitir væru á leiðinni.

Vélarbilun kom upp í bátnum og hann gat því ekki haldið áfram á leið sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×