„Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. desember 2023 07:00 Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti en hann er dyggur stuðningsmaður Manchester United. Vísir/Getty Hinn 16 ára Luke Littler hefur heldur betur stolið senunni í Alexandra Palace á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Unglingurinn ætlar að skella sér á Old Trafford þegar mótinu lýkur og vonast til að geta látið gott af sér leiða. Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin. Pílukast Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin.
Pílukast Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira