Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 08:27 Ivleeva hefur beðist afsökunar á framferði sínu en þó má enn finna partýmyndir á Instagram-aðgangi hennar. Instagram/ Nastya Ivleeva Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira