Erlent

Utan­ríkis­mála­nefnd tyrk­neska þingsins sam­þykkir aðild Svía

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Erdogan lét af formlegum andmælum sínum í sumar en Tyrkir hafa engu að síður freistað þess að setja aðild Svía ýmis skilyrði.
Erdogan lét af formlegum andmælum sínum í sumar en Tyrkir hafa engu að síður freistað þess að setja aðild Svía ýmis skilyrði. AP/Mindaugas Kulbis

Utanríkismálanefnd tyrkneska þingsins hefur lagt blessun sína yfir aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Næst verður tillaga um inngöngu Svíþjóðar tekin fyrir á þinginu, þar sem bandalag forsetans, Recep Tayyip Erdogan, er með meirihluta.

Erdogan hefur ítrekað lagt stein í götu Svía og meðal annars tengt aðild þeirra að Nató við kaup á F-16 herþotum frá Bandaríkjunum. Tyrkland og Ungverjaland eru einu ríkin sem enn eiga eftir að samþykkja aðildarumsókn Svíþjóðar.

Upphaflega snérust andmæli Tyrkja um framgöngu Svía í málefnum Kúrda en eftir að þeirri hindrun var rutt úr vegi hefur Erdogan freistað þess að skilyrða samþykki Tyrkja, til að mynda því að bandamenn Nató aflétti vopnasölubanni gegn Tyrklandi.

Þá hefur það flækt málin enn frekar að Erdogan hefur tekið skýra afstöðu á móti Ísraelsmönnum í aðgerðum þeirra gegn Hamas, sem hefur flækt fyrirætlaða sölu Bandaríkjamanna á herþotunum til Tyrkja.

Svíar og Finnar sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu á sama tíma, til að bregðast við innrás Rússa í Úkraínu. Aðild Finna hefur þegar verið samþykkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×