Enski boltinn

Fyrsti svarti dómarinn í fimm­tán ár

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sam Allison dæmdi leik Luton Town gegn Sheffield United í dag.
Sam Allison dæmdi leik Luton Town gegn Sheffield United í dag.

Sam Allison varð í dag fyrsti svarti maðurinn til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008, eða allt frá því að Uriah Rennie hætti störfum. Sam var á flautunni í 3-2 sigri Luton gegn Sheffield United. 

Sam er 42 ára gamall fyrrum slökkviliðsmaður sem hefur unnið sína leið upp metorðastiga enskra dómara undanfarin ár. Hann er annar dómarinn í vikunni sem skráir nafn sitt í sögubækurnar en Rebecca Welch varð á föstudag fyrsta konan til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni. 

BAMref (e. Black, Asian & Mixed Heritage referees), samtök sem veita leiðsögn og ráðgjöf til svartra, asískra og dómara af blendnum uppruna, tóku fréttunum fagnandi og sögðu þetta skref í rétta átt. 

Samtökin hafa unnið náið með Howard Webb, formanni dómarasamtakanna PGMOL, að því að auðvelda framvindu svartra dómara upp á efstu stig fótboltans. Þau sögðust meðvituð um þá auknu athygli sem Sam Allison mun fá en töldu hann vel búinn undir það og spenntan fyrir verkefninu. 


Tengdar fréttir

Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum

Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×