Fæðuöryggi Íslands á stríðstímum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 14:31 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk. Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira