Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 11:07 Á Siglufirði hefur kyngt niður snjó. Aðsend Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að tilkynningar um snjóflóð á Eyrarhlíð og Kirkjubólshlíð hafa borist. Ekki séu upplýsingar um að fleiri flóð hafi orðið á Vestfjörðum. Þá hafi nokkur snjóflóð fallið á Norðurlandi. Það stærsta verið á Siglufjarðarvegi, þrír að stærð. Annað snjóflóð hafi fallið í Strengsgili og farið fram hjá varnargarði og út á veg. Þess vegna hafi óvissustig veðurstofunnar verið virkjað á Norðurlandi í morgun. Óvissustig er einnig í gildi á Vestfjörðum. Búist er við að það verði afnumið þegar dregur úr veðri, í kvöld eða á morgun. Frekari upplýsingar hefur veðurstofan ekki um flóðin meðan vegir eru lokaðir. Á vef veðurstofunnar má nálgast nánari upplýsingar um staðsetningu og umfang einstaka snjóflóða. Minney segir flóðin sem fallið hafa ekki ógna mannslífum en hefti samgöngur. Ekki sé vitað hvenær hægt sé að moka vegina og þeir opni að nýju. Allir helstu vegir á Vestfirði eru lokaðir vegna snjóflóðahættu, þar á meðal vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur, Flateyrarvegur og vegurinn milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Nánari upplýsingar um veglokanir má nálgast á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferdin.is. Veður Snjóflóð á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að tilkynningar um snjóflóð á Eyrarhlíð og Kirkjubólshlíð hafa borist. Ekki séu upplýsingar um að fleiri flóð hafi orðið á Vestfjörðum. Þá hafi nokkur snjóflóð fallið á Norðurlandi. Það stærsta verið á Siglufjarðarvegi, þrír að stærð. Annað snjóflóð hafi fallið í Strengsgili og farið fram hjá varnargarði og út á veg. Þess vegna hafi óvissustig veðurstofunnar verið virkjað á Norðurlandi í morgun. Óvissustig er einnig í gildi á Vestfjörðum. Búist er við að það verði afnumið þegar dregur úr veðri, í kvöld eða á morgun. Frekari upplýsingar hefur veðurstofan ekki um flóðin meðan vegir eru lokaðir. Á vef veðurstofunnar má nálgast nánari upplýsingar um staðsetningu og umfang einstaka snjóflóða. Minney segir flóðin sem fallið hafa ekki ógna mannslífum en hefti samgöngur. Ekki sé vitað hvenær hægt sé að moka vegina og þeir opni að nýju. Allir helstu vegir á Vestfirði eru lokaðir vegna snjóflóðahættu, þar á meðal vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur, Flateyrarvegur og vegurinn milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Nánari upplýsingar um veglokanir má nálgast á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Veður Snjóflóð á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira